Bókaðu húsbílinn hjá okkur

Ódýr valkostur fyrir þá sem vilja ferðast innanlands í sumar.

Nordic Car Rental Campers býður upp á fjölbreytt úrval svefn- og húsbíla í öllum stærðum og gerðum. Við bjóðum upp á góð verð og áreiðanlega bíla. Allir okkar bílar eru með olíumiðstöð svo bíllinn helst heitur alla nóttina.

Farðu áhyggjulaus í fríið með Nordic Car Rental Campers. Ef þú ert að leita af nýrri upplifun til að ferðast um Ísland, er svefn- eða húsbíll frábær kostur. Í sumar er tækifæri til að kynnast landinu okkar, á húsbíl upplifirðu landið á nýjan hátt. Bílarnir okkar eru vel útbúnir með öllu sem þú þarft fyrir fríið. Það felst mikið frelsi í því að ferðast um á svefn- eða húsbíl um Ísland. 

Láttu okkur sjá um fríið í ár og ferðumst saman innanlands!

Hvernig bóka ég húsbíl?

Bókunarferlið er mjög einfalt, hægt er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar hér á síðunni. Við tökum við fyrirspurnum í tölvupóst á netfangið info@nordiccarrentalcampers.is eða í síma 511 5660. Þú getur einnig sent okkur skilaboð á Facebook eða Instagram.

Verðvernd – Tryggjum besta verðið

Með verðvernd okkar tryggjum við að þú fáir alltaf besta verðið hjá okkur. Ef svo ólíklega vill til að þú finnir betra verð á sambærilegri vöru hjá öðrum söluaðila á íslandi innan tveggja vikna frá kaupdegi endurgreiðum við þér mismuninn og veitum þér að auki 5% afslátt.

Hvað er innifalið?

 • Þrif og sótthreinsun
 • Þrif að utan
 • Hreint lak á öllum dýnum
 • 24% Virðisaukaskattur
 • Kaskótrygging (CDW)
 • Lögboðin slysatrygging ökumanns og farþega (TPL)
 • 230 V landkapal
 • Klósettefni - 3 töflur

Allir okkar húsbílar er útbúnir:

 • Svefnaðstöðu
 • Eldhúsi með helluborði, eldhúsáhöldum, ísskáp og vaski
 • Baðherbergi með vaski, sturtu og klósetti
 • Ferskvatns- og affalstanki
 • 230V landkapal
 • 12V auka rafgeymi
 • Slökkvitæki og sjúkrakassa

Kostir þess að leigja húsbíl:

 • Þú getur ferðast hvert sem er, hvenær sem er
 • Sleppir við að þurfa að tjalda 
 • Ef veður er vont, getur þú verið inn í bíl í góðum hita
 • Húsbíll lætur ekki veðrið stoppa sig

Bílarnir okkar

Dacia Dokker – 2 manna svefnbíll


Dacia Dokker er beinskiptur svefnbíll og er fullkominn fyrir tvo til að ferðast um landið. Bíllinn er rúmgóður með gott geymslupláss undir rúmi. Það er svefnpláss fyrir tvo og hann rúmar vel fyrir tvo fullorðna. Innifalið er þægilegt rúm, hitakerfi frá Webasto, eldhúsáhöld og allt það helsta sem þú þarft fyrir ferðalagið.

Lágannatími: 16. ágúst– 15. júní
19.900/helgarleiga
29.890/vikuleiga

Háannatími: 16. júní - 15. ágúst
39.890/helgarleiga
49.890/vikuleiga

Renault Trafic – 3-4 manna svefnbíll


Renault Trafic er beinskiptur svefnbíll sem er fullkomin fyrir fjölskyldu eða vini til að ferðast um landið. Bíllinn er rúmgóður með gott geymslupláss víðsvegar um bílinn. Það er svefnpláss fyrir þrjá til fjóra og rúmar hann vel fjölskyldu eða vinahópa. Innifalið er þægilegt rúm, hitakerfi frá Webasto, vaskur, eldhúsáhöld og allt það helsta sem þú þarft fyrir ferðalagið.

Lágannatími: 16. ágúst– 15. júní
33.890/helgarleiga
48.890/vikuleiga

Háannatími: 16. júní - 15. ágúst
49.890/helgarleiga
94.890/vikuleiga

Mercedes Benz Vito - 3 manna svefnbíll - Sjálfskiptur


Mercades Benz Vitor er sjálfskiptur svefnbíll sem er fullkomin fyrir fjölskyldu eða vini til að ferðast um landið. Bíllinn er rúmgóður með gott geymslupláss víðsvegar um bílinn. Það er svefnpláss fyrir þrjá og rúmar hann vel fjölskyldu eða vinahóp. Innifalið er þægilegt rúm, hitakerfi frá Webasto, vaskur, eldhúsáhöld og allt það helsta sem þú þarft fyrir ferðalagið.

Lágannatími: 16. ágúst– 15. júní
35.890/helgarleiga
54.890/vikuleiga

Háannatími: 16. júní - 15. ágúst
43.890/helgarleiga
99.890/vikuleiga

Fiat Ducato– 3 manna húsbíll


Fiat Ducato er beinskiptur húsbíll sem er fullkominn fyrir fjölskyldu eða vini til að ferðast um landið. Bíllinn er mjög rúmgóður með gott geymslupláss víðsvegar um bílinn. Það er svefnpláss fyrir þrjá og rúmar hann vel fjöldskyldu eða vinahóp, frábær stærð fyrir tvo fullorðna og eitt barn. Innifalið eru þægileg rúm, hitakerfi frá Webasto, vatnshitari, hitakerfi, vaskur, klósett, sturta, ísskápur, eldhúsáhöld og allt það helsta sem þú þarft fyrir ferðalagið.v

Lágannatími: 16. ágúst– 15. júní
44.900/helgarleiga
97.300/vikuleiga

Háannatími: 16. júní - 15. ágúst
92.900/helgarleiga
164.900/vikuleiga

Fiat Ducato– 4 manna húsbíll


Fiat Ducato er beinskiptur húsbíll sem er fullkominn fyrir fjölskyldu eða vini til að ferðast um landið. Bíllinn er mjög rúmgóður með gott geymslupláss víðsvegar um bílinn. Það er svefnpláss fyrir fjóra og rúmar hann vel fjöldskyldu eða vinahóp, frábær stærð fyrir tvo fullorðna og tvö börn. Innifalið eru þægileg rúm, hitakerfi frá Webasto, vatnshitari, hitakerfi, vaskur, klósett, sturta, ísskápur, eldhúsáhöld og allt það helsta sem þú þarft fyrir ferðalagið.

Lágannatími: 16. ágúst– 15. júní
47.900/helgarleiga
99.900/vikuleiga

Háannatími: 16. júní - 15. ágúst
98.900/helgarleiga
175.900/vikuleiga

Fiat Ducato– 6 manna húsbíll


Fiat Ducato er beinskiptur húsbíll sem er fullkominn fyrir fjölskyldu eða vini til að ferðast um landið. Bíllinn er mjög rúmgóður með gott geymslupláss víðsvegar um bílinn. Það er svefnpláss fyrir sex manns og rúmar hann vel fjöldskyldu eða vinahóp, frábær stærð fyrir fjóra fullorðna og tvö börn. Innifalið eru þægileg rúm, hitakerfi frá Webasto, vatnshitari, hitakerfi, vaskur, klósett, sturta, ísskápur, eldhúsáhöld og allt það helsta sem þú þarft fyrir ferðalagið.

Lágannatími: 16. ágúst– 15. júní
53.900/helgarleiga
112.900/vikuleiga

Háannatími: 16. júní - 15. ágúst
105.900/helgarleiga
186.900/vikuleiga

Fiat Ducato– 6 manna húsbíll (2012-2016)


Fiat Ducato er beinskiptur húsbíll sem er fullkominn fyrir fjölskyldu eða vini til að ferðast um landið. Bíllinn er mjög rúmgóður með gott geymslupláss víðsvegar um bílinn. Það er svefnpláss fyrir sex manns og rúmar hann vel fjöldskyldu eða vinahóp, frábær stærð fyrir fjóra fullorðna og tvö börn. Innifalið eru þægileg rúm, hitakerfi frá Webasto, vatnshitari, hitakerfi, vaskur, klósett, sturta, ísskápur, eldhúsáhöld og allt það helsta sem þú þarft fyrir ferðalagið.

Lágannatími: 16. ágúst– 15. júní
66.900/helgarleiga
139.900/vikuleiga

Háannatími: 16. júní - 15. ágúst
137.900/helgarleiga
239.900/vikuleiga

Um tryggingar

Hér að neðan eru þæri tryggingar sem eru innifaldar og þær auka tryggingar sem eru í boði. Þegar leigutaki sækir bílinn sinn þarf hann að leggja fram heimild á kreditkorti upp á 30.000 kr. Kreditkortið þarf að vera skráð á leigjandann sjálfan og þarf leigjandinn sjálfur að sækja bílinn í eigin persónu og hafa kreditkortið sitt meðferðis.

CDW (Kaskótrygging) - INNIFALIN

Innifalið í leiguverði er lögboðin ökutækjatrygging gagnvart þriðja aðila ásamt kaskótryggingu. Sjálfsábyrgð er kr. 500.000 fyrir svefn- og húsbíla. CDW kaskótrygging er hluti af grunntrygginga pakkanum okkar.

TPL (Slysatrygging ökumanns og farþega) - INNIFALIN

TPL er slysatrygging ökumanns og farþega er hluti af lögboðinni skyldutryggingu ökutækis og er því innifalin í leiguverði. Hún bætir það slys sem ökumaður og/eða farþegar verða fyrir. TPL slysatrygging er hluti af grunntrygginga pakkanum okkar.

SCDW (Súper kaskótrygging) - 2300 kr á dag

SCDW er valkvæð trygging sem lækkar sjálfsábyrgð leigutaka á CDW kaskótryggingunni sem innifalin er í leiguverðinu. Sé þessi trygging valin þá lækkar sjálfsábyrgð svefn- og húsbíla úr 500.000 kr í 360.000 kr.

GP (Steinkasts og framrúðutrygging) - 1500 kr ár dag

Valkvæð trygging sem tryggir þig gegn tjóni vegna brotinnar framrúðu og grjótbarningi á framenda bíls. Sé þessi trygging valin ert þú fulltryggður fyrir steinkasti á framenda bíls og sjálfsábyrgð ef tjón verður á rúðu lækkar niður í 25.000 kr.

SAAP (Sand og öskutrygging) - 800 kr á dag

SAAP (Sand og öskutrygging) Valkvæð trygging sem tryggir þig gegn tjóni af völdum sand- eða öskufoks. Engin önnur trygging bætir slík tjón. Þessa tryggingu er hægt að kaupa eina og sér og er hún ekki í tengslum við neina aðra tryggingu. Sé þessi trygging valin þá lækkar sjálfsábyrgð niður í 360.000 kr í slíkum tjónum.

TI (Dekkjatrygging) - 1200 kr á dag

TI (Dekkjatrygging) Valkvæð trygging sem tryggir að fullu dekk og dekkjaskipti eða viðgerð á dekki ef dekk skemmist á leigutíma. Tryggir ekki flutning bíls að dekkjaverkstæði eða aðra vegaaðstoð sem leigjandi gæti þurft á að halda þegar dekk skemmist.

TP (Þjófnaðartrygging) - 800 kr á dag

TP (Þjófnaðartrygging ) Valkvæð trygging sem tryggir þig gegn þjófnaði á ökutækinu. Tryggingin tekur þó ekki til þjófnaðar á persónulegum munum. Sé þessi trygging valin þá lækkar sjálfsábyrgð niður í 360.000 kr ef ökutæki er stolið.

SILFUR Pakkinn - (SCDW+GP) - 3300 kr á dag

Silfur pakkinn samanstendur af SCDW (Súper kaskótrygging) og GP (Steinkasts og framrúðutrygging).

Gull Pakkinn - (SCDW+GP+TP+TI+SAP) - 4700 kr á dag

Gull pakkinn samanstendur af öllum okkar aukatryggingum

Hafðu samband


VISA MasterCard
Thawte